Birna Katrín Ragnarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri og dóttir Ragnars Björnssonar, stofnanda RB R'ums, segir að það hafi verið erfitt að selja fyrirtækið á dögunum og að henni hafi pínu liðið eins og hún væri að gefa barnið sitt frá sér.

Hún segist hins vegar ánægð að sjá að fyrirtækið haldi áfram göngu sinni og óskar nýjum eigendum alls hins besta. Birna mun þó fylgja þeim næstu þrjá mánuði og eru allir starfsmenn RB Rúms tilbúnir að leggjast á plóg og hjálpa við áframhaldandi rekstur.

„Taugarnar hafa verið á fullu síðustu daga og mér finnst pínu lítið eins og ég sé að gera rangt. Það er hins vegar enginn í minni fjölskyldu sem getur tekið við þessu fyrirtæki og ef þessir menn eru tilbúnir að halda áfram þá er ég rosalega þakklát, en ég viðurkenni það að þetta tekur svolítið á.“

Birna segir að hún sé líka komin á þann aldur að nú langi hana til að kúpla sig út úr rekstrinum og byrja að njóta lífsins. Starfsfólk RB Rúm tók í sama streng þegar þau fréttu af eigendaskiptunum og segjast vera afar ánægð fyrir hönd Birnu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.