Ingólfur Níels flutti fyrst til Ítalíu árið 1994 og ári seinna var hann kominn til Rómar. Á þeim tíma gekk hann í ítölsku leiklistarakademíuna og árið 1999 kynntist hann eiginkonu sinni, henni Hildi Hinriksdóttur, sem var einnig í námi á Ítalíu.

„Við fórum svo saman heim til Íslands árið 2001 þar sem við bjuggum í tíu ár. Við giftum okkur og eignuðumst tvo stráka. Þeir fluttu svo með okkur til Ítalíu árið 2011 þegar þeir voru fjögurra og átta ára gamlir og við höfum verið hér síðan þá.“

Ingólfur Níels flutti fyrst til Ítalíu árið 1994 og ári seinna var hann kominn til Rómar. Á þeim tíma gekk hann í ítölsku leiklistarakademíuna og árið 1999 kynntist hann eiginkonu sinni, henni Hildi Hinriksdóttur, sem var einnig í námi á Ítalíu.

„Við fórum svo saman heim til Íslands árið 2001 þar sem við bjuggum í tíu ár. Við giftum okkur og eignuðumst tvo stráka. Þeir fluttu svo með okkur til Ítalíu árið 2011 þegar þeir voru fjögurra og átta ára gamlir og við höfum verið hér síðan þá.“

Hann segir að það hafi verið erfitt að fara með ung börn inn í annað samfélag en segir að Ítalía sé sem betur fer mjög barnvænt samfélag. Yngri strákurinn hans hafi til að mynda haldið að hann væri fallegasta barn í heiminum sökum athyglinnar sem hann fékk frá Ítölum.

Ingólfur hefur verið leiðsögumaður í mörg ár en hann sinnti því starfi til að mynda með námi og hefur einnig verið leiðsögumaður fyrir Ítali á Íslandi. Hann hefur þá unnið sem fararstjóri í rúmlega 25 ár og hefur farið ótal ferðir um borgir Ítalíu, Feneyjar, Flórens, Palermo og Sikiley.

Nánar er fjallað um Ingólf í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.