Leiðtogafundur Sambands Suðaustur-Asíuríkja (e. ASEAN) hófst í dag í Laos en helstu umræðuefni á þeim fundi verða borgarastyrjöldin í Mjanmar og deilur í Suður-Kínahafi.

ASEAN-þjóðirnar tíu, Indónesía, Taíland, Singapore, Filippseyjar, Víetnam, Malasía, Mjanmar, Kambódía, Brúnei og Laos, munu einnig ræða orku- og efnahagsmál við talsmenn frá Japan, Suður-Kóreu, Indlandi og Ástralíu.

Leiðtogafundur Sambands Suðaustur-Asíuríkja (e. ASEAN) hófst í dag í Laos en helstu umræðuefni á þeim fundi verða borgarastyrjöldin í Mjanmar og deilur í Suður-Kínahafi.

ASEAN-þjóðirnar tíu, Indónesía, Taíland, Singapore, Filippseyjar, Víetnam, Malasía, Mjanmar, Kambódía, Brúnei og Laos, munu einnig ræða orku- og efnahagsmál við talsmenn frá Japan, Suður-Kóreu, Indlandi og Ástralíu.

Sonexay Siphandone forsætisráðherra Laos bauð fulltrúa ráðstefnunnar velkomna í opnunarræðu sinni þar sem hann lagði áherslu á samstarf og samstöðu.

Deilur í Suður-Kínahafi á milli Kína og nágrannaríkja þeirra hafa verið nokkuð áberandi undanfarin misseri. Kínversk og filippseysk skip hafa reglulega klesst á hvort öðru frá áramótum og sökuðu Víetnamar Kínverja um að ráðast á sjómenn þeirra í síðustu viku.

Kínverski sjóherinn hefur einnig sent skip á þeirra vegum inn í lögsögu Indónesíu og Malasíu.

Muhammad Faizal Abdul Rahman, sérfræðingur hjá alþjóðlega S. Rajaratnam-háskólanum í Singapore, segir að það séu litlar líkur á einhvers konar samkomulagi þegar kemur að þeim málum. Þær þjóðir sem eiga ekki í deilum við kínversk stjórnvöld munu kjósa að viðhalda efnahagslegum tengslum sínum við Kína.

„Besti kosturinn er að forðast átök á meðan þjóðirnar geta grætt þar sem hægt er að græða. Þjóðarhagsmunir skipta í raun mun meira máli en hagsmunir álfunnar í heild sinni.“