Danskir atvinnustjórnarmenn hafa kallað eftir nýju kynlausu heiti fyrir einstaklinga sem sitja í stjórnum en hópur stjórnarmanna sendi yfirvöldum opið bréf þess efnis í vikunni.

Leggur hópurinn meðal annars til að í stað stjórnarmanns verði talað um stjórnarleiðtoga (d. bestyrelsesleder) en eins og staðan er í dag geta fyrirtæki lent í vandræðum ef þau notast við kynhlutlausa titla í ársreikningum og öðrum skjölum.

Viðskipta- og iðnaðarráðherra Danmerkur segir málið til skoðunar en ekki eru þó allir sáttir við slíkar breytingar. Leif Tullberg, stofnandi danska stórfyrirtækisins DSV segir í viðtali Børsen að umræðan um kynhlautlausa titla hafi gengið of langt og að breytingin yrði einfaldlega tímasóun. 

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.