Ed Clark, varaforseti og framkvæmdastjóri Boeing 737-deildarinnar, kemur til með að yfirgefa fyrirtækið á næstunni en Boeing hefur verið undir miklum þrýstingi frá því í janúar um að skipta um yfirmann eftir uppákomuna með flugvél Alaska Airlines.

Boeing segir að breytingarnar muni bæta gæði og öryggi en Ed Clark hafði verið hjá fyrirtækinu í næstum 18 ár. Hann hafði þá meðal annars umsjón með verksmiðjunni í Renton í Washington sem framleiddi flugvél Alaska Airlines sem missti hluta af skrokk sínum í miðju flugi.

Í hans stað kemur Katie Ringgold, sem er nú varaforseti vöruafhendinga fyrir 737-deildina. Fyrirtækið tilkynnti einnig að það væri að stofna aðra gæðastöðu innan Boeing.

„Breytingarnar munu tryggja að sérhver flugvél sem við afhendum uppfylli allar gæða- og öryggiskröfur sem viðskiptavinir okkar krefjast, og eiga skilið, ekkert minna,“ segir Stan Deal, einn af forstjórum Boeing, sagði í minnisblaði til starfsmanna í gær.