Sean Bailey, yfirmaður kvikmyndaframleiðsludeildar Disney, mun koma til með að missa stöðu sína og verður skipt út fyrir David Greenbaum, yfirmann Disney Searchlight Pictures.

Stöðuskiptin eru hluti af stjórnarbreytingum forstjórans Bob Iger, sem hefur leitt töluverða stefnubreytingu innan fyrirtækisins.

Disney segir að Bailey muni vera áfram hjá fyrirtækinu sem framleiðandi og mun meðal annars vinna að Disney-myndinni Tron: Ares. Undir hans leiðsögn hefur Disney einnig framleitt nýrri útgáfur af Lion King, Beauty and the Beast og Aladdin.

Sean Bailey, yfirmaður kvikmyndaframleiðsludeildar Disney, mun koma til með að missa stöðu sína og verður skipt út fyrir David Greenbaum, yfirmann Disney Searchlight Pictures.

Stöðuskiptin eru hluti af stjórnarbreytingum forstjórans Bob Iger, sem hefur leitt töluverða stefnubreytingu innan fyrirtækisins.

Disney segir að Bailey muni vera áfram hjá fyrirtækinu sem framleiðandi og mun meðal annars vinna að Disney-myndinni Tron: Ares. Undir hans leiðsögn hefur Disney einnig framleitt nýrri útgáfur af Lion King, Beauty and the Beast og Aladdin.

Kvikmyndir hans hafa skilað fyrirtækinu 7 milljörðum dala í miðasölur á heimsvísu.

Í fyrra var hins vegar gefin út kvikmyndin um Litlu hafmeyjuna sem náði ekki að fanga athygli áhorfenda á alþjóðlegum markaði.

„Sean hefur verið ótrúlega mikilvægur meðlimur í fyrirtækinu í meira en áratug. Hann og hans teymi hafa fært sögur og augnablik sem hafa glatt aðdáendur um allan heim og munu standast tímans tönn,“ segir Alan Bergman, meðstjórnandi Disney Entertainment.