Leiguverð á Spáni hefur hækkað hratt að undanförnu í kjölfar hækkandi vaxtastigs á evrusvæðinu.
Þannig hefur leiguverð í landinu hækkað ellefu mánuði í röð og hefur aldrei verið hærra ef marka má gögn spænsku leigusíðunnar Idealista. Þetta kemur fram í grein hjá Bloomberg.
Mesta hækkunin var í tveimur stærstu borgum Spánar, Barcelona og Madríd. Leiguverð í Barcelona hækkaði um 25% á milli ára í janúar og er meðalleiguverð í Barcelona á hvern fermetra komið upp í tæpar 20 evrur.
Þá hefur leiguverð í Madríd hækkað um 12% á sama tímabili og er meðalleiguverð á hvern fermetra komið upp í 16,5 evrur í höfuðborginni.