Rekstrar­tekjur Eikar á fyrstu sex mánuðum ársins námu 5,5 milljörðum en þar af voru leigutekjur 4,8 milljarðar sam­kvæmt árs­hluta­reikningi fé­lagsins. Mun það vera sam­bæri­legt og á fyrstu sex mánuðum ársins 2023.

Heildar­hagnaður Eikar á tíma­bilinu var 2,8 milljarðar sem er tölu­verð lækkun á milli ára en fé­lagið hagnaðist um 8,7 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins 2023.

Í upp­gjöri fé­lagsins segir að rekstrar­hagnaður fé­lagsins sé lítil­lega undir á­ætlun. Lækkunin er fyrst og fremst til­komin vegna lakari nýtingar Hótels 1919 og til­fallandi virðis­rýrnunar við­skipta­krafna. En út­leigan gengur betur en á­ætlað var sem og upp­bygging eigna í þróun.

Rekstrar­hagnaður fyrir mats­breytingu og af­skriftir nam 3,5 milljörðum saman­borið við 3,8 milljarða á sama tíma­bili árið áður. Hagnaður fyrir tekju­skatt nam 3,5 milljörðum.

NOI hlut­fall (þ.e. rekstrar­hagnaður fyrir mats­breytingu og af­skriftir sem hlut­fall af leigu­tekjum) nam 69,9% á fyrstu sex mánuðum ársins 2024 saman­borið við 78,4% fyrir sama tíma­bil 2023.

Fé­lagið hefur upp­fært horfur fyrir árið 2024 og væntir þess að EBITDA ársins verði á bilinu 7.280 – 7.580 milljónir á föstu verð­lagi út árið miðað við vísi­tölu neyslu­verðs til verð­tryggingar í septem­ber 2024.

„Upp­færðar horfur taka m.a. mið af væntingum Radis­son Hotel Group um lægri af­komu Hótels 1919 en vonir stóðu til í upp­hafi árs. Þrátt fyrir að hand­bært fé frá rekstri sé nokkuð lægra en fyrir sama tíma­bil í fyrra þá á­ætlar fé­lagið að hand­bært fé frá rekstri fyrir árið 2024 verði hærra en árið 2023,“ segir í upp­gjöri fé­lagsins.

Heildar­eignir Eikar námu 147.753 milljörðum 30. júní 2024. Þar af eru fjár­festingar­eignir að virði 138,3 milljarðar sem skiptast í fjár­festingar­eignir í út­leigu að fjár­hæð 127,4 milljarðar, fjár­festingar­eignir í þróun 4,5 milljarða, byggingar­heimildir og lóðir 3,7 milljarða. Fyrir­fram­greidd gatna­gerðar­gjöld 13 milljónir og leigu­eignir að fjár­hæð 2,6 milljarðar.

Eigið fé fé­lagsins nam 49,2 milljörðum í lok tíma­bilsins og var eigin­fjár­hlut­fall 33,4%.

Á aðal­fundi fé­lagsins þann 11. apríl 2024 var sam­þykkt að greiða út arð til hlut­hafa vegna rekstrar­ársins 2023 að fjár­hæð 2.540 milljónir og var hann greiddur þann 30. apríl 2024 til hlut­hafa.

Heildar­skuldir fé­lagsins námu 98,4 milljörðum þann 30. júní 2024. Þar af voru vaxta­berandi skuldir 81 milljarður og tekju­skatts­skuld­binding 13,2 milljarðar.

Veð­hlut­fall fé­lagsins, þ.e. nettó staða vaxta­berandi skulda á móti virði fast­eigna, byggingar­heimilda og lóða var 56,4%.

„Stjórn Regins hf. (nú Heimar hf.) til­kynnti þann 29. apríl sl. um aftur­köllun á sam­runa­til­kynningu þess til Sam­keppnis­eftir­litsins vegna val­frjáls yfir­töku­til­boðs til hlut­hafa Eikar sem lagt var fram þann 6. júlí 2023. Jafn­framt sam­þykkti fjár­mála­eftir­lit Seðla­banka Ís­lands aftur­köllun á til­boðinu þann 10. maí 2024. Fé­lagið hefur við aftur­köllun til­boðsins frelsi til at­hafna og skoðar nú tæki­færi í eigna­safni sínu, frekari út­færslur á fjár­magns­skipan þess og mögu­leika á fjölgun tekju­stofna,“ segir í upp­gjöri fé­lagsins.