Telegraph birti í morgun ítar­lega grein um hús­næðis­markaðinn í Bar­selóna þar sem frétta­miðillinn kallar eftir því að yfir­völd á Spáni láti af stríði sínu gegn fast­eigna­eig­endum í veikri til­raun til að laga leigu­markaðinn.

Um 1,7 milljón í­búar búa í Bar­selóna en 32 milljónir ferða­manna heim­sækja borgina ár­lega sem hefur valdið því að er­lendir fjár­festar hafa keypt mikið af í­búðum sem nýttar eru til út­leigu.

Sam­kvæmt kata­lónska fjöl­miðlinum El Periódico fá leigu­í­búðir sem bjóða upp á tæp­lega 180 þúsund króna mánaðar­leigu um 500 um­sóknir á fyrsta sólar­hringnum.

Heima­menn hafa beint spjótum sínum að út­lendingum en um fjórðungur íbúa í Bar­selóna koma eru út­lendingar og jókst fjöldi þeirra um 10,4% í fyrra meðan heima­mönnum fjölgaði um 0,1%.

Telegraph birti í morgun ítar­lega grein um hús­næðis­markaðinn í Bar­selóna þar sem frétta­miðillinn kallar eftir því að yfir­völd á Spáni láti af stríði sínu gegn fast­eigna­eig­endum í veikri til­raun til að laga leigu­markaðinn.

Um 1,7 milljón í­búar búa í Bar­selóna en 32 milljónir ferða­manna heim­sækja borgina ár­lega sem hefur valdið því að er­lendir fjár­festar hafa keypt mikið af í­búðum sem nýttar eru til út­leigu.

Sam­kvæmt kata­lónska fjöl­miðlinum El Periódico fá leigu­í­búðir sem bjóða upp á tæp­lega 180 þúsund króna mánaðar­leigu um 500 um­sóknir á fyrsta sólar­hringnum.

Heima­menn hafa beint spjótum sínum að út­lendingum en um fjórðungur íbúa í Bar­selóna koma eru út­lendingar og jókst fjöldi þeirra um 10,4% í fyrra meðan heima­mönnum fjölgaði um 0,1%.

Í fótspor Franco með sama árangri

Í veikri von um að reyna að ná tökum á á­standinu á­kvað heima­stjórnin í Kata­lóníu að setja á leigu­þak sam­hliða því að sósíal­ista­ríkis­stjórnin í Madrid reyndi að styrkja rétt leigj­enda.

Hins vegar bendir allt til þess að þessar að­gerðir séu að hafa þver­öfug á­hrif en sósíal­istarnir voru að vonast eftir.

Sam­kvæmt Telegraph var um að ræða tvö högg í sömu and­rá fyrir fast­eigna­eig­endur en yfir­völd lögðu á leigu­þak og bönnuðu skamm­tíma­leigu fyrir ferða­menn. Um er að ræða í þriðja sinn sem leigu­þak er sett á í Kata­lóníu en ein­ræðis­herrann Franco fór í sam­bæri­lega að­gerð árið 1946 sem gjör­eyði­lagði hús­næðis­markaðinn er fjár­festing dró veru­lega saman.

Kata­lónía reyndi að koma leigu­þaki á í kórónu­veirufar­aldrinum en hæsti­réttur Spánar sagði að­gerðina ó­lög­lega.

Það sem leigu­þakið hefur gert er að fjöldi lang­tíma­leigu­samninga í Bar­selóna hefur dregist saman um 65% frá árinu 2019 í saman­burði við að­eins 4% sam­drátt á Spáni.

Þá hafa átök fjöl­skyldna eftir lang­tíma­leigu­í­búðum stór­aukist en á öðrum árs­fjórðungi 2019 voru um níu fjöl­skyldur að meðal­tali að keppast um hverja íbúð. Á öðrum árs­fjórðungi 2024 voru að meðal­tali 63 fjöl­skyldur að berjast um hverja íbúð.

Hægt er að lesa ítar­lega greiningu Telegraph um á­hrif leigu­þaksinshér.