Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var hækkaði um 2,0% í júlí, samanborið við 2,5% hækkun í júní, samkvæmt nýjum tölum HMS.

Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs nú hækkað um 15,1%. Til samanburðar nam árshækkunin 13,0% í júní.

Þess má geta að vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 11,0% á síðastliðnum tólf mánuðum samkvæmt gögnum sem HMS birti í gær.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var hækkaði um 2,0% í júlí, samanborið við 2,5% hækkun í júní, samkvæmt nýjum tölum HMS.

Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs nú hækkað um 15,1%. Til samanburðar nam árshækkunin 13,0% í júní.

Þess má geta að vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 11,0% á síðastliðnum tólf mánuðum samkvæmt gögnum sem HMS birti í gær.

Vísitala leiguverðs hækkaði um 8,2% á ársgrundvelli umfram verðbólgu í júlí, en raunverðshækkanirnar voru nær 7 prósentum í apríl, maí og júní.

Á þeim 12 árum sem sameinuð leiguverðsvísitala (sem inniheldur nýju og gömlu visitöluna) nær yfir hefur raunverðshækkun á ársgrundvelli aðeins verið meiri á árinu 2017, en þá var hún á bilinu 10-12%.

Ný vísitala leiguverðs HMS byggir á nýjum leigusamningum í Leiguskrá HMS um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem eru rekin í hagnaðarskyni. Stuðst er við leigusamninga síðastliðna tvo mánuði, þannig að nýjasta gildi hennar byggir á samningum í júní og júlí.