Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,6% í desember og 2,0% í nóvember síðastliðnum. Vísitalan hækkaði um 4,6% á síðustu þremur mánuðum og undanfarna 12 mánuði hækkaði hún um 10,3%. HMS birtir nýjar tölur í dag.

Árshækkun vísitölunnar, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hefur ekki mælst meiri frá ársbyrjun 2018.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% í desember, samkvæmt tölum sem HMS birti í gær. Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 17,4%.