Eftir að hafa náð methæðum mánuðinn á undan lækkaði leiguverð í Bandaríkjunum um 0,1% í ágúst.
Er þetta í fyrsta sinn sem leiguverð í Bandaríkjunum lækkar á milli mánaða frá því í desember árið 2020. Þetta kemur fram í gögnum fasteignagagnafélagsins CoStar Group.
Gögn frá leigumiðlunarsíðunni Rent.com benda einnig til lækkandi leiguverðs en samkvæmt þeim lækkaði leiguverð á eins svefnherbergja íbúð um 2,8% milli júlí og ágúst.