Þórir Viðarsson og Harpa Ægisdóttir ætluðu sér upprunalega bara að stofna lítinn rafíþróttaskóla í Grafarvogi en Þórir er búinn að spila tölvuleiki í 24 ár og stofnaði meðal annars rafíþróttadeild KR.

Þegar hann starfaði hjá rafíþróttafyrirtækinu Arena Gaming í Kópavogi fyrir nokkrum misserum kynntist hann Bretanum Adam Scanlon og áður en langt um leið fengu þau þrjú hugmyndina um að opna eigin leikjasal.

Þórir Viðarsson og Harpa Ægisdóttir ætluðu sér upprunalega bara að stofna lítinn rafíþróttaskóla í Grafarvogi en Þórir er búinn að spila tölvuleiki í 24 ár og stofnaði meðal annars rafíþróttadeild KR.

Þegar hann starfaði hjá rafíþróttafyrirtækinu Arena Gaming í Kópavogi fyrir nokkrum misserum kynntist hann Bretanum Adam Scanlon og áður en langt um leið fengu þau þrjú hugmyndina um að opna eigin leikjasal.

„Við búum hérna við hliðina á Egilshöll og krakkarnir okkar eru í fótbolta, þannig við erum hér nánast alla daga og það er alltaf troðið bílastæði. Það koma hingað inn um 1,3 milljónir manna á ári, sem er svipað og í Hörpu,“ segir Þórir.

Hugmyndin um að opna leikjasal er nokkurra ára gömul en þegar Covid skall á þurfti að setja þau áform á ís. Þremenningarnir náðu svo loksins að funda með Regin í apríl í fyrra og undirrituðu samninginn núna í janúar.

Rýmið sem hýsir leikjasalinn var alveg tómt en þar áður var gamall fimleikasalur. Þórir segir að með nýja salnum verði hægt að tryggja æðislegan dag í Egilshöllinni.

Nánar er fjallað um leikjasalinn í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.