Stærstu streymisveiturnar áttu góðu gengi að fagna í faraldrinum þegar fólk varði stórum hluta af frítíma sínum heima hjá sér. Mikill vöxtur var á áskrifendum og miklar væntingar á markaðnum um enn frekari vöxt.

Með rénun faraldursins dróst vöxturinn hratt saman og á árinu 2022 fór áskrifendum streymisveitna eins og Netflix og Disney+ að fækka. Í kjölfar þess tilkynnti Netflix, sem hefur skilað jákvæðri afkomu í talsverðan tíma, aðgerðir til að fjölga áskrifendum, sem fólu m.a. í sér herferð gegn samnýtingu lykilorða og nýjan ódýrari áskriftarflokk með auglýsingum

Stærstu streymisveiturnar áttu góðu gengi að fagna í faraldrinum þegar fólk varði stórum hluta af frítíma sínum heima hjá sér. Mikill vöxtur var á áskrifendum og miklar væntingar á markaðnum um enn frekari vöxt.

Með rénun faraldursins dróst vöxturinn hratt saman og á árinu 2022 fór áskrifendum streymisveitna eins og Netflix og Disney+ að fækka. Í kjölfar þess tilkynnti Netflix, sem hefur skilað jákvæðri afkomu í talsverðan tíma, aðgerðir til að fjölga áskrifendum, sem fólu m.a. í sér herferð gegn samnýtingu lykilorða og nýjan ódýrari áskriftarflokk með auglýsingum

Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn og sérfræðingur um streymisveitumarkaðinn, segir að streymisveiturnar hafi áttað sig á að þær þurfi fleiri en einn tekjustraum í áskriftartekjum.

Kristjana starfaði áður sem rekstrarstjóri streymisveitunnar Discovery og hjá Warner Bros Discovery í Noregi og Finnlandi síðustu þrjú ár og þar á undan hjá Viaplay í Noregi í sjö ár.

„Fleiri og fleiri streymisveitur eru að bjóða upp á áskriftarleið sem er ódýrari en inniheldur auglýsingar. Hluti af ástæðunni er að á mörgum mörkuðum er vöxtur áskrifartekna búinn að vera að hægjast en önnur ástæða er að streymisveitur átta sig á því að það er þörf á fleiri en einum tekjustraumi. Einnig með því að veita ódýrari áskriftarleið með auglýsingum þá eru streymisveitur að koma til móts við þarfir viðskiptavinarins, en kannanir sýna að margir notendur vilja horfa á auglýsingar ef það þýðir að áskriftarverðið er lægra.“

Leikreglurnar í stöðugri endurskoðun

Streymisveitur Disney, sem telja Disney+, Hulu og ESPN+, skiluðu 47 milljóna dala hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Er það í fyrsta sinn sem hagnaður er af rekstri streymisveitnanna frá því að Disney+ hóf göngu sína í nóvember 2019.

„Þegar Disney kom með Disney+ á markaðinn þá sögðu þeir að það myndi taka 5 ár að gera veituna arðbæra. Því markmiði hefur verið náð núna,“ segir Kristjana.

Hún bætir við að Netflix hafi enn mikið forskot á Disney+ þar sem veitan byrjaði mun fyrr. Það sé þó ekki langt síðan Netflix hafi þurft að breyta sínum leikreglum með því að setja inn auglýsingar og að stöðva notendur frá því að deila áskriftum. Þar að auki hafi Netflix nýlega keypt rétti að íþróttaútsendingum sem veitan hafði ekki verið að gera áður.

„Þannig að leikreglurnar breytast sífellt og það er ekki neitt eitt sem Disney þarf að gera til að auka arðbærni streymisveitnanna, það eru margir hlutir. Disney er búið að tilkynna um frekari verðhækkanir í haust og að þeir munu koma með fleiri línulegar stöðvar eða svokallaða „playlista“. Síðan er alltaf verið að endurskoða kostnaðinn við dagskrárgerðina og hagræða.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.