Sóltún heilbrigðisþjónusta stendur fyrir ráðstefnunni Eldri og betri í Norðurljósasal Hörpu kl. 8.45-15.30 á fimmtudaginn, 14. september. Helstu sérfræðingar landsins í öldrunarþjónustu munu fara yfir stöðuna í málaflokknum og ræða raunhæfar lausnir á ráðstefnunni auk þess sem erlendir sérfræðingar munu deila reynslu sinni af því hvernig tekist hefur verið á við þróunina í öðrum ríkjum.

„Öldruðum fjölgar hlutfallslega hraðar en nokkru sinni hér á landi. Til að geta mætt og sinnt þörfum þessa ört stækkandi hóps þarf að ræða og finna lausnir á þeim fjölmörgu áskorunum sem nú blasa við og þola enga bið,“ segir í tilkynningu Sóltúns.

Sóltún heilbrigðisþjónusta stendur fyrir ráðstefnunni Eldri og betri í Norðurljósasal Hörpu kl. 8.45-15.30 á fimmtudaginn, 14. september. Helstu sérfræðingar landsins í öldrunarþjónustu munu fara yfir stöðuna í málaflokknum og ræða raunhæfar lausnir á ráðstefnunni auk þess sem erlendir sérfræðingar munu deila reynslu sinni af því hvernig tekist hefur verið á við þróunina í öðrum ríkjum.

„Öldruðum fjölgar hlutfallslega hraðar en nokkru sinni hér á landi. Til að geta mætt og sinnt þörfum þessa ört stækkandi hóps þarf að ræða og finna lausnir á þeim fjölmörgu áskorunum sem nú blasa við og þola enga bið,“ segir í tilkynningu Sóltúns.

Prófessor Martin Green OBE, forstjóri Care England, samtaka einkarekinna fyrirtækja í velferðarþjónustu í Englandi, mun deila reynslu sinni ásamt Dara NÍ Ghadhra, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Cornerstone Healthcare, sem rekur sérhæfð hjúkrunarheimili í Englandi og Niels Heuer, framkvæmdastjóra DigiRehab í Danmörku. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun setja ráðstefnuna.

Farið verður yfir hvernig hægt er að veita viðeigandi þjónustu, á réttum tíma, á réttum stað, fjölga þjónustuveitendum og draga úr eftirspurn eftir dýrari úrræðum með markvissum hætti öllum til hagsbóta.

„Nú liggur á að finna árangursríkar lausnir á þessu sístækkandi vandamáli og ræða opinskátt um hvernig staðan er og hvert stefnir,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu. „Við verðum, eigi síðar en núna, að velta upp leiðum sem geta haft marktæk áhrif á þá þjónustu sem er verið að veita núna og í framtíðinni.“