Internet á Íslandi hf., þjónustufyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu .is og rekstur á tæknilegum innviðum því tengdu hagnaðist um 122 milljónir króna á síðasta rekstrarári.

Er þetta svipað og árið 2021 en þá nam hagnaðurinn 115 milljónum. Tekjur félagsins jukust úr 386 milljónum í 413 á milli ára. Handbært fé frá rekstri nam 177 milljónum króna en var 156 milljónir króna árið 2021.

Stjórn leggur til að hluthafar fá greiddar 113 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Jens Pétur Jensen er stærsti hluthafinn með 30%. Aðrir stórir hluthafar eru: Íslandspóstur (19%), Magnús Soffaníasson (17%), Bárður Hreinn Tryggvason (17%).

Lykiltölur / Internet á Íslandi

2022 2021
Tekjur 413 386
Eignir 398 380
Eigið fé 137 143
Hagnaður 122 115
- milljónum króna