Lestur á Fréttablaðinu minnkaði í febrúar. Lestur mældist 14,5% samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup en var 15,7% í janúar.
Fréttablaðið hætti að dreifa blaðinu í hús í byrjun janúar en lestur blaðsins mældist 28,2% í desember. Er lesturinn því næstum helmingi minni eftir að dreifingu í hús var hætt.
Lestur á Morgunblaðinu jókst í febrúar, úr 18,9% í 19,1%. Sömu sögu er að segja af Viðskiptablaðinu. Lesturinn mældist 5,0% í janúar en 5,4% í febrúar.
Aðferðafræðin
Í prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með samfelldum hætti allt árið. Um 30 svörum er safnað á hverjum degi eða um 2500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum 12-80 ára af landinu öllu