LEX lögmannsstofa skilaði 380 milljóna króna hagnaði eftir skatta árið 2024 samanborið við 300 milljóna hagnað árið áður. Félagið hyggst greiða út allt að 410 milljónir króna í arð, að því er segir í nýbirtum ársreikningi félagsins.
Rekstrartekjur LEX jukust um 14% milli ára og námu tæplega 1,8 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður (EBIT) jókst um 111 milljónir og nam 465 milljónum.
Ársverk hjá samstæðunni voru 50 í fyrra samanborið við 47 á árinu 2023. Laun og tengd gjöld félagsins jukust um 10,8% og námu 960 milljónum króna, en til samanburðar námu þau 867 milljónum árið áður.
Eignir lögmannsstofunnar voru bókfærðar á 863 milljónir króna í árslok 2024 og eigið fé var um 482 milljónir.
Í lok árs 2024 voru 17 hluthafar í félaginu. Þar af voru hluthafar að atkvæðabæru hlutafé fjórtán og greinast þannig:
Eignarhlutur |
9,52% |
9,52% |
9,52% |
9,52% |
9,52% |
9,52% |
8,33% |
5,95% |
5,95% |
5,95% |
4,76% |
4,76% |
4,76% |
2,38% |