Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningu fjármálastöðugleikanefndar í gær að innan Seðlabankans hafi ekki verið rætt um að leiðbeina lífeyrissjóðum að takmarka gjaldeyriskaup, líkt og í byrjun Covid-faraldursins, vegna veikingu krónunnar og aukins viðskiptahalla. Það samkomulag hafi verið neyðaúrræði.

Seðlabankinn væri þó þeirrar skoðunar að fresta eigi frumvarpi um auknar heimild lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis. Samkvæmt núgildandi lögum mega eignir sjóðanna í erlendum gjaldmiðlum vera að hámarki helmingur af heildareignum þeirra.

Með frumvarpi fjármálaráðherra á að hækka hlutfallið í skrefum upp í 65% yfir 15 ára tímabil frá árinu 2024.

Nokkrir lífeyrissjóðir hafa birt fjárfestingarstefnu fyrir næsta ár sem gera ráð fyrir auknum fjárfestingum erlendis.

„Langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir, sem eru í rauninni með skylduáskrift að sparnaði þjóðarinnar, verða að einhverju leyti að hugsa um þjóðhagslega stöðu þegar þeir taka ákvarðanir um að fjárfesta erlendis,“ sagði Ásgeir.

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun.