Bakkastakkur, félag í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, hefur eignast 34,6% af almennu hlutafé kísilvers PCC á Bakka við Húsavík eftir að gengið var frá fjárhagslegri endurskipulagningu í apríl síðastliðnum. Bakkastakkur átti fyrir 13,5% forgangshlutafé í PCC á Bakka á móti 86,5% hlut þýska móðurfélagsins PCC SE. Þetta kemur fram í ársreikningi Bakkastakks.

Fjárhagslega endurskipulagningin fól í sér að Bakkastakkur umbreytti víkjandi skuldabréfi að fjárhæð 86,7 milljónir dala, eða um 11,9 milljarðar króna á gengi dagsins, og 13,5% forgangshlutafé sínu í 34,6% af almennu hlutafé og hluthafalán að fjárhæð 9,1 milljón dala, eða um 1,3 milljarðar króna.

Sjá einnig: Breyta láni í hlutafé á Bakka

Fram kemur að ýmsir skilmálar fylgi hluthafaláninu og eignarhlutum, m.a. að réttur til arðgreiðslna er skertur um 25% þar til ákveðnum viðmiðunum er náð og tengist það samningum við lánveitendur og hluthafa PCC BakkiSilicon hf.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði