Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að treysta Boeing fyrir dýrustu herþotuáætlun sinni í sögunni þrátt fyrir að flugvélaframleiðandanum hafi ekki með góðu móti tekist að setja á markað nýja her- eða farþegaþotu í áratug.

Boeing var valið í síðustu viku af varnarmálaráðuneytinu til að smíða næstu kynslóð mannaðra herþotna fyrir flugherinn og bar þar sigur af hólmi gegn Lockheed Martin Þessi ákvörðun ráðuneytisins kom fjárfestum á Wall Street á óvart og þykir þungt högg í maga Lockheed.

Ákvörðun varnarmálaráðuneytisins er aftur á móti afar mikilvæg fyrir Boeing, sem er að reyna að ná sér á strik eftir röð öryggisvandamála með 737 MAX farþegaþotuna, röð verkfalla og sex ára samfellt tap.

Félagið tryggði sér ekki aðeins samning, sem gæti orðið yfir 50 milljarða dala virði, heldur er samningurinn einnig byggður upp þannig að tryggt er að hagnaður verði á þróunarstigi verkefnisins, sem er eitthvað sem Boeing hefur sárlega þörf fyrir.

Varnarmálaarmur Boeing stendur fyrir um þriðjungi tekna fyrirtækisins en hefur aftur á móti tapað milljörðum dala síðustu ár.