Lífsverk lífeyrissjóður var meðal aðila á söluhliðinni í 3,7 milljarða króna kaupum sjóðs í rekstri Alfa Framtaks á 25,8% hlut í Origo, að því er kemur fram í flöggunartilkynningu.
Lífsverk seldi 7,8 milljónir hluta, eða um 5,6% hlut, í Origo fyrir um 790 milljónir króna. Lífsverk var fimmti stærsti hluthafi Origo fyrir söluna.
Framtakssjóðurinn Umbreyting II, í stýringu framtakssjóðsins Alfa Framtaks, gekk frá kaupum á fjórðungshlut í Origo um helgina og lagði fram valfrjálst tilboð í allt hlutafé Origo á genginu 101 krónu á hlut. Í tilkynningu sagðist Alfa telja eðlilegt að til skoðunar komi hvort að óskað verði eftir afskráningu Origo úr Kauphöllinni.
Nánari upplýsingar um tilboðið, þar með talið skilmálar þess og skilyrði, munu koma fram í tilboðsyfirliti sem verður birt á næstu vikum að fengnu samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Alfa Framtak lauk fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóðnum Umbreyting II í vor. Hluthafar sjóðsins eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fjársterkir einstaklingar. Þegar Umbreyting II var kynntur kom fram að hann myndi fjárfesta í fimm til níu fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði að meðaltali 4-6 ár.
Stærstu hluthafar Origo 9. desember 2022
Í % |
13,29% |
11,14% |
7,33% |
6,21% |
5,73% |
4,51% |
3,82% |
3,52% |
2,94% |
2,93% |
2,61% |
2,27% |
2,02% |
2,00% |
1,89% |
1,69% |
1,47% |
1,26% |
1,17% |
1,13% |