Lík Mike Lync, eins þekktasta tæknifrumkvöðuls Bretlands, og fjögurra gesta hans á ferð um ofursnekkju eru fundin, þremur dögum eftir að hún sökk í óveðri austur af sikileysku höfuðborginni Palermo að því er segir í frétt Financial Times.
Hannah, átján ára dóttir Lynch, er enn ófundin.
Lík Lynch, Christopher Morvillo, meðeiganda hjá lögfræðifyrirtækinu Clifford Chance, og Jonathan Bloomer, stjórnarformanns tryggingarfyrirtækisins Hiscox og Morgan Stanley International, og eiginkvenna þeirra, Neda Morvillo og Judy Bloomer, hafa verið endurheimt.
Aðgerðir lögreglunnar fóru fram í morgun og síðdegis í gær. Lík kokksins Recaldo Thomas hafði verið endurheimt fyrr í vikunni.
Eiginkona Lynch, Angela Bacares, var meðal þeirra 15 sem lifðu slysið af og var bjargað snemma á mánudagsmorgun.
Tilefni ferðarinnar á ofursnekkjunni Bayesian var sýknudómur hjá Lynch í fjársvikamáli í Bandaríkjunum í tengslum við 11 milljarða dala sölu á hugbúnaðarfyrirtækinu hans Autonomy til Hewlett-Packard. Málaferlin stóðu yfir í 12 ár.
Fyrrnefndur Morvillo var lögmaður Lynch í málinu og Bloomer gaf vitnisburð til varnar Lynch.
Ítölsk og bresk yfirvöld eru enn að rannsaka skipbrotið en nokkur vitni sögðust hafa séð snekkjuna sökkva á örfáum mínútum.