Landsnet hefur gefið út nýja raforkuspá fyrir tímabilið 2024-2050. Landsnet spáir viðvarandi orkuskorti til skemmri tíma eða fram til fram til ársins 2029, og aftur til lengri tíma eftir 2040. Félagið segir líkur á forgangsorkuskerðingum strax á næsta ári.

„Engin úrræði eru til við verstu tilfellum þar sem skerðingar fara umfram heimildir í samningum,“ segir í skýrslunni.

Landsnet hefur gefið út nýja raforkuspá fyrir tímabilið 2024-2050. Landsnet spáir viðvarandi orkuskorti til skemmri tíma eða fram til fram til ársins 2029, og aftur til lengri tíma eftir 2040. Félagið segir líkur á forgangsorkuskerðingum strax á næsta ári.

„Engin úrræði eru til við verstu tilfellum þar sem skerðingar fara umfram heimildir í samningum,“ segir í skýrslunni.

Raforkuspáin, sem nær bæði yfir þróun eftirspurnar eftir raforku á Íslandi sem og spá um þróun á framboði á raforku, spáir áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir rafmagni, sérstaklega vegna orkuskipta í samgöngum og aukinnar rafeldsneytisnotkunar. Eftirspurn gæti aukist um allt að 116% fram til ársins 2050.

„Hægari orkuskipti í stórum bílum leiða þó til minni vaxandi orkuþarfar en áður. Nýjar virkjanir munu bæta framboð á næsta áratug, en til langs tíma gæti framboðið ekki nægt til að fullnægja vaxandi eftirspurn, sérstaklega ef rafeldsneyti verður framleitt innlent.“

Samkvæmt spánni og sviðsmyndum mun eftirspurn eftir raforku á Íslandi halda áfram að vaxa og verða á bilinu 25,1-28,1 TWh árið 2035 sem er vöxtur um 22% til 37% frá núverandi notkun. Árið 2050 er svo gert ráð fyrir að eftirspurn eftir innlendri raforku verði á bilinu 33,9-44,3 TWh sem samsvarar 65% til 116% aukningu frá núverandi notkun.

Mynd tekin úr skýrslu Landsnets.

Ekki lengur gert ráð fyrir fullum orkuskiptum í samgöngum árið 2040

Landsnet segir að helsta breytingin frá fyrri raforkuspá sé sú að ekki er lengur gert ráð fyrir að fullum orkuskiptum í samgöngum á landi árið 2040.

„Núverandi stefna gerir ráð fyrir því að bann verði lagt á nýskráningar fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti árið 2030 og stærri bíla árið 2035. Með eðlilegum afskráningum bíla þýðir þetta að fólksbílar verða að fullu rafvæddir árið 2043 en orkuskiptum stærri bíla verði ekki að fullu lokið árið 2050 sem er það tímabil sem spáin nær yfir.“

Landsnet segir að þessi forsetubreyting minnki spá um vænta eftirspurn eftir orku til samgangna á landi um 1,5 TWh árið 2050, úr 4 TWh niður í 2,5 TWh frá síðustu raforkuspá.

„Stafar þessi munur aðallega af hægari orkuskiptum í stærri bílum en áður var áætlað, s.s. flutningabílum og hópferðabílum, sem eru þeir flokkar bíla sem eru orkufrekastir vegna stærðar sinnar og þyngdar.“

Ekki nægilega mikið af virkjanakostum til lengri tíma

Hvað framboðshliðina varðar segir Landsnet að staðan hafi í heildina breyst til batnaðar frá fyrri spá. Áfram sé þó gert ráð fyrir viðvarandi orkuskorti næstu árin og að raforkuskerðingar verði við lýði fram eftir þessum áratug.

Í lok áratugarins fari hins vegar nýjar virkjanir að tengjast kerfinu. Í nýrri raforkuspá er gert ráð fyrir að það komi inn nýir virkjanakostir sem eru í nýtingarflokki 4. áfanga Rammaáætlunar sem ekki var gert ráð fyrir í síðustu spá.

„Munu þeir þannig bæta stöðuna næsta áratuginn gangi áætlanir eftir, þó mismikið eftir því hvaða eftirspurnarsviðsmynd um ræðir. Til lengri tíma er hins vegar ekki nægilega mikið af virkjanakostum í nýtingarflokki til að fullnægja eftirspurn eftir raforku gangi áætlanir um full orkuskipti eftir.

Það á sérstaklega við ef eftirspurn eftir rafeldsneyti verður mætt með innlendri framleiðslu og hærri spár um farþegafjölda til og frá landinu ganga eftir.“