Þrátt fyrir að það hafi komið fáum á ó­vart að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans hafi haldið stýri­vöxtum ó­breyttum má lesa úr hvassari tón í Fram­sýnni leið­sögn að líkurnar á vaxta­lækkunum fyrir ára­mót séu minni en áður.

Þetta er mat greiningar­deildar Ís­lands­bankasem segir að lík­legt sé að nokkuð sé í að vaxta­lækkunar­ferlið geti hafið.

Í fram­sýnni leið­sögn nefndarinnar í morgun segir að „peninga­stefnu­nefnd telur að nú­verandi að­halds­stig sé hæfi­legt til þess að koma verð­bólgu í mark­mið en þrá­lát verð­bólga og kraftur í inn­lendri eftir­spurn kalla á var­kárni. Mótun peninga­stefnunnar mun sem fyrr ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­væntinga.“

Þrátt fyrir að það hafi komið fáum á ó­vart að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans hafi haldið stýri­vöxtum ó­breyttum má lesa úr hvassari tón í Fram­sýnni leið­sögn að líkurnar á vaxta­lækkunum fyrir ára­mót séu minni en áður.

Þetta er mat greiningar­deildar Ís­lands­bankasem segir að lík­legt sé að nokkuð sé í að vaxta­lækkunar­ferlið geti hafið.

Í fram­sýnni leið­sögn nefndarinnar í morgun segir að „peninga­stefnu­nefnd telur að nú­verandi að­halds­stig sé hæfi­legt til þess að koma verð­bólgu í mark­mið en þrá­lát verð­bólga og kraftur í inn­lendri eftir­spurn kalla á var­kárni. Mótun peninga­stefnunnar mun sem fyrr ráðast af þróun efna­hags­um­svifa, verð­bólgu og verð­bólgu­væntinga.“

Í fram­sýnni leið­sögn nefndarinnar í maí var tekið fram að „nú­verandi að­halds­stig“ væri hæfi­legt til þess að koma verð­bólgu í mark­mið innan á­sættan­legs tíma en ekkert minnst á þráláta verðbólgu. Hins vegar var sagt að mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.

„Við teljum því meiri líkur en áður að byrjun á vaxta­lækkunar­ferlinu bíði fram á nýtt ár. Vaxta­lækkun í októ­ber er lík­lega alveg út af borðinu en hugsan­lega gæti vaxta­lækkun hafist í nóvember ef verð­bólga og verð­bólgu­væntingar þróast með hag­felldum hætti og skýrari merki um kólnun hag­kerfisins koma fram á sama tíma,“ segir í greiningu Ís­lands­banka sem Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðingur bankans og Birkir Thor Björns­son hag­fræðingur skrifa.

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði á blaða­manna­fundi í morgun að nú­verandi raun­vaxta­stig, sem er í grennd við 4% miðað við meðal­tal fram­sýnna mæli­kvarða, væri lík­lega hæfi­legt.

Hins vegar hafi þróun verð­bólgu og efna­hags­lífs síðustu þrjá mánuði verið með nokkuð öðrum hætti en vænst var eftir í vor.

Ás­geir sagði á­hrif ný­gerðra kjara­samninga og að­gerða í ríkis­fjár­málum á eftir­spurn annars vegar og á­hrif Grinda­víkur á fast­eigna­markaði hafi reynst meiri en gert var ráð fyrir.