Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir í samtali við Viðskiptablaðið að með kaupum á TM tryggingum sé bankinn einkum að horfa á að styrkja samkeppnisstöðu sína og auka verðmæti bankans.

Landsbankinn er í 98,2% eigu ríkissjóðs. Ýmsir telja því skjóta skökku við að Landsbankinn skuli ráðast í kaup á einu stærsta tryggingafélagi landsins sem virðist ganga gegn markmiðum stjórnvalda að draga úr eignarhaldi ríkissjóðs á fjármálamarkaði.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að Landsbankinn er ekki ríkisfyrirtæki. Landsbankinn er almenningshlutafélag í eigu ríkisins og starfar á samkeppnismarkaði. Við verðum því að huga að því að viðhalda og auka verðmæti félagsins fyrir hluthafa. Út frá þeim sjónarmiðum erum við að ráðast í þessi kaup,“ segir Lilja Björk.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði