Halló ehf. hefur kynnt þjónustulausnina LINDU en hún notast við gervigreind til að auka ánægju viðskiptavina.

LINDA samanstendur af þremur þjónustuþáttum: þekkingargrunni sem er sérsmíðaður fyrir hvern viðskiptavin, snjallmenni með málskilning og talfærni sem byggir á gervigreindarbúnaði frá Snjallgögnum ehf. og mannlegri svörun sem byggir á áratuga reynslu af þjónustu Halló.

Halló ehf. hefur kynnt þjónustulausnina LINDU en hún notast við gervigreind til að auka ánægju viðskiptavina.

LINDA samanstendur af þremur þjónustuþáttum: þekkingargrunni sem er sérsmíðaður fyrir hvern viðskiptavin, snjallmenni með málskilning og talfærni sem byggir á gervigreindarbúnaði frá Snjallgögnum ehf. og mannlegri svörun sem byggir á áratuga reynslu af þjónustu Halló.

Snjallmennið í þjónustulausninni LINDU kemur frá Snjallgögnum, sem er hugbúnaðarhús með höfuðstöðvar í Reykjavík.

Halló ehf. hefur þá annast símsvörun, svarað netspjalli, skilaboðum og tölvupóstum fyrir íslensk fyrirtæki um langt árabil. Halló er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Ísafirði auk þess sem margt starfsfólk fyrirtækisins er í fjarvinnu að heiman á Íslandi og erlendis.

„LINDA mun umbylta því hvernig fyrirtæki veita viðskiptavinum þjónustu. Hún byggir á gervigreind og er að okkar mati mun betri en fyrri tilraunir til þess að sjálfvirknivæða svörun. Þegar ég prófaði tilraunaútgáfuna af LINDU, þá vissi ég strax að við stæðum á merkilegum tímamótum. Nú þegar eru fimm viðskiptavinir okkar að fá LINDU til prófana og það er mikil spenna í loftinu,“ segir Tinna R. Freysdóttir, framkvæmdastjóri Halló.