Á næstu mánuðum munu íslensk fyrirtæki fjárfesta í gervigreind til þess að bæta þjónustu við viðskipta vini. Halló ehf. býður fyrirtækjum að nota LINDU, þjónustulausn sem nýtir gervigreind til þess að búa til ánægða viðskiptavini án þess að fórna mannlegri þjónustu og hlýju. LINDA felur í sér þrjú ólík þjónustuþrep, spjallvél, þekk ingargrunn og mannlega svörun.

Heilög þrenning, spjallvél, þekking og mannleg þjónusta

Spjallvélin í þjónustulausn LINDU kemur frá samstarfsaðila Halló, Snjall gögnum ehf., sem er hugbúnaðarhús í Reykjavík.

„Við þróum lausnir sem gera vinnustöðum mögulegt að hagnýta gervigreind og gagnavísindi til að efla sölu og þjónustu ásamt því að bæta daglegan rekstur. Lykilvara okkar er gervigreindarkerfið Context Suite, sem er safn hugbúnaðarlausna og inniheldur meðal annars þjónustugreind, eftir spurnargreind og snjallmennið Mími, en hann er einmitt náskyldur ættingi LINDU og með háþróaðan málskilning og talfærni. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur gagnvart samstarfinu við Halló,“ segir Stefán Baxter, forstjóri Snjall gagna.

„Þekkingargrunnurinn byggir á áratuga reynslu Halló og gagnavísind um og þekkingu Snjallgagna. Annars vegar er um að ræða innri gögn sem sniðin eru að hverjum viðskiptavini fyrir sig. Hins vegar byggir þekkingar grunnurinn á að smíða brýr yfir í gögn viðskiptavina okkar. Þannig geta not endur treyst á að svörin frá LINDU byggja á réttum gögnum. Ef LINDA á ekki svör eða ef notendur vilja einfaldlega tala við manneskju, er hvenær sem er hægt að skipta yfir í mannlega svörun. Þar er Halló á heimavelli, við erum sérfræðingar í að svara í síma og búa til ánægða viðskiptavini.“

LINDA mun umbylta því hvernig fyrirtæki veita þjónustu

Saman mynda þessar þrjár stoðir traustan grunn undir þjónustu LINDU.

„LINDA mun umbylta því hvernig fyrirtæki veita viðskiptavinum þjónustu. Hún byggir á gervigreind og er að okkar mati mun betri en fyrri tilraunir til þess að sjálfvirknivæða svörun. Þegar ég prófaði tilraunaútgáfuna af LINDU, þá vissi ég strax að við stæðum á merkileg um tímamótum. Nú þegar eru nokkrir viðskiptavinir okkar að fá LINDU til prófana, Ísafjarðarbær, Katla Fitness og Nespresso, og það er mikil spenna í loftinu,“ segir Tinna R. Freysdóttir, framkvæmdastjóri Halló.

Áratuga reynsla af þjónustu

Halló ehf. hefur annast símsvörun, svarað netspjalli, skilaboðum og tölvu póstum fyrir íslensk fyrirtæki um langt árabil. Halló er með starfsstöð í Reykja vík og á Ísafirði auk þess sem margt starfsfólk fyrirtækisins er í fjarvinnu að heiman á Íslandi og erlendis. Halló hefur á að skipa þrautreyndu þjónustufólki og sérfræðingum í skipulagi gagna.

Einfalt að innleiða LINDU

Að sögn Tinnu er nokkuð einföld framkvæmd að innleiða LINDU.

„Ferlið er þannig að Halló setur upp þekkingar grunn og velur þær upplýsingar sem eiga að vera grundvöllur svörunar, stillir svo af spjallvélina og upplýsir að lokum eigið starfsfólk um nýjan viðskiptavin. Eftir það er hægt að byrja að svara. Þegar tengja þarf LINDU við stærri gagnasöfn, þá vinnur starfsfólk Snjallgagna verkið. LINDA byggir auk þess á tækni frá alþjóðafyrirtækinu Talkdesk, sem hefur verið samstarfs aðili Halló til margra ára, meðal annars til þess að tryggja samfelldan þjónustu straum eða svokallaðan omni-channel,“ bætir Tinna við.