Alþjóðlega flugsýningin í Singapúr hófst í gær en hún stendur fram á sunnudag. Þyrluflugmenn Sarang-liðsins, sem er listflugsarmur indverska hersins, sýndu listir sínar á opnunarhátíðinni.

Sarang-liðið var stofnað árið 2003 og notast liðið við HAL Dhruv þyrlur, sem framleiddar eru á Indlandi. Þyrlurnar og fyrst og síðast notaðar af indverska hernum.

Fyrirtækið HAL eða Hindustan Aeronautics Limited, var stofnað árið 1940. Fyrirtækið framleiðir flugvélar, þyrlur og hergögn, sem og íhluti í ýmsar vélar. Í gegnum tíðina hefur HAL meðal annars gert samninga við Boeing og Airbus um framleiðslu á íhlutum.