Aðalhagfræðingur Kviku banka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2% í september sem hefði í för með sér að ársverðbólga myndi hjaðna úr 6,0% í 5,8% milli mánaða.

Til samanburðar spá greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans að verðbólga muni mælast 5,7% í september. Hagstofan birtir verðbólgutölur þann 27. september

Aðalhagfræðingur Kviku banka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2% í september sem hefði í för með sér að ársverðbólga myndi hjaðna úr 6,0% í 5,8% milli mánaða.

Til samanburðar spá greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans að verðbólga muni mælast 5,7% í september. Hagstofan birtir verðbólgutölur þann 27. september

Gæti skapast gluggi til vaxtalækkunar í nóvember

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku, bendir í bréfi til viðskiptavina Kviku á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í byrjun október með verðbólgutölur septembermánaðar í farteskinu.

„Fari svo að verðbólga verði um 5,8% teljum við litlar líkur á að nefndinni þyki forsvaranlegt að lækka vexti þegar þar að kemur.

Raunar teljum við að jafnvel einhver hjöðnun til viðbótar myndi ekki tryggja vaxtalækkun í október í ljósi síðustu fundargerðar nefndarinnar, en fram kom í umræðum á ágústfundi hennar að verið gæti „þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengi tíma en ella“.“

Hafsteinn telur hins vegar að fari svo verðbólga hjaðni í 5,6% í október þó gæti skapast gluggi til „varfærinnar vaxtalækkunar“ í nóvember.

Spá 5,3% verðbólgu í árslok

Bráðabirgðaspá Kviku gerir ráð fyrir að það verði samfelld lækkun í mældri verðbólgu fram í nóvember og hún verði 5,3% í árslok. Til samanburðar spáði Greining Íslandsbanka að verðbólga verði 5,1% í lok árs og hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir 4,9% verðbólgu í árslok.

Septemberspá Kviku byggir m.a. á að flugfargjöld muni vega til lækkunar á VNV en hækkun innfluttra vara og útsölulok muni vega á móti. Stærsta breytingin í árstakti verðbólgunnar muni leiða af bensínverði „en við eigum von á ágætri lækkun þess í mánuðinum eftir hraustlega hækkun í sama mánuði síðasta árs“.