Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) hækkaði réttindi sjóðfélaga um 12% þann 1. janúar síðastliðinn. Vegna aðlögunar réttindakerfis að hækkandi lífaldra nemur hækkun lífeyrisgreiðslna 7,2%. LIVE segir að breytingin sé tilkomin vegna góðrar ávöxtunar undanfarin ár.
Lífeyrisgreiðslur sjóðsins í janúar hækkuðu um 335 milljónir króna frá desember en alls greiddi sjóðurinn yfir 2.600 milljónir í lífeyri vegna janúarmánaðar.
Samtals hefur LIVE nú hækkað lífeyrisgreiðslur allra sjóðfélaga um 17,9% á rúmu ári en réttindi voru einnig hækkuð um 10% í nóvember 2021.
„Nú hefur samanlögð hækkun lífeyrisgreiðslna á rúmu ári verið 17,9% og að auki eru greiðslur verðtryggðar og breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs í hverjum mánuði. Samtals hefur því 100 þúsund króna greiðsla fyrir rúmu ári orðið að rúmlega 130 þúsund króna greiðslu hjá LIVE,“ segir Margrét Kristinsdóttir, forstöðumaður lífeyrissviðs LIVE í tilkynningu.
Fleiri breytingar á samþykktum sjóðsins tóku gildi um áramótin. Áfallavernd sjóðfélaga var aukin og sveigjanleiki til töku eftirlauna sömuleiðis. Þetta hefur í för með sér sjóðfélagar geta nú ákveðið að hefja töku eftirlauna frá 60 ára aldri.
„Þeir sem halda áfram að vinna samhliða töku lífeyris fá árlegan endurútreikning réttinda og þannig hraðari uppfærslu réttinda en áður. Lágmarkstími makalífeyris var lengdur og greiðslur hækkuðu. Sjóðfélagar sem eru fjarverandi af vinnumarkaði t.d. vegna námsleyfis eða barneigna geta nú enduráunnið sér framreikningsrétt á aðeins 6 mánuðum í stað 36 mánaða áður.“
Áhrifin ólík eftir aldurshópum
Samhliða hækkun réttinda innleiddi LIVE ný viðmið um lífslíkur sjóðfélaga sem fjármálaráðuneytið gefur út. Með þeim aukast skuldbindingar sjóðsins um greiðslu eftirlauna. Þannig þarf sjóðurinn að gera ráð fyrir að greiða yngri einstaklingi lífeyri í fleiri mánuði en þeim sem eldri eru þar sem hver árgangur hefur mismunandi ævilíkur.
LIVE tekjur fram að allir sjóðfélagar fá sömu hækkun réttinda en aðlögun að spá um lengra líf yngra fólks umfram þá sem eldri eru gera það að verkum að breytingin er mismunandi eftir árgöngum.
Breyting réttinda sjóðfélaga LIVE með 12% hækkun og aðlögun að mismunandi lífslíkum.
Breyting |
-3,46% |
-3,34% |
-3,32% |
-3,12% |
-3,01% |
-2,90% |
-2,78% |
-2,67% |
-2,56% |
-2,45% |
-2,34% |
-2,22% |
-2,11% |
-1,89% |
-1,78% |
-1,66% |
-1,55% |
-1,44% |
-1,22% |
-1,10% |
-0,99% |
-0,77% |
-0,66% |
-0,54% |
-0,32% |
-0,21% |
0,02% |
0,24% |
0,35% |
0,58% |
0,80% |
1,02% |
1,25% |
1,47% |
1,70% |
1,92% |
2,14% |
2,48% |
2,70% |
3,04% |
3,26% |
3,60% |
3,94% |
4,27% |
4,61% |
4,94% |
5,28% |
5,62% |
6,29% |