Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE), næst stærsti lífeyrissjóður landsins, seldi 1,5 hlut í Eik fasteignafélagi fyrir 635 milljónir króna í morgun. LIVE, sem var í byrjun árs fjórði stærsti hluthafi Eikar, hefur nú selt tæplega helming af eignarhlut sínum í fasteignafélaginu á síðustu tveimur mánuðum.
Samkvæmt flöggunartilkynningu seldi LIVE 50 milljónir hluti, eða um 1,5% eignarhlut, á genginu 12,7 krónur á hlut í morgun.
LIVE átti um 8,16% hlut í Eik í lok janúar síðastliðnum. Lífeyrissjóðurinn minnkaði hlut sinn í fasteignafélaginu niður í 6,38% í febrúarmánuði og eftir söluna í dag á sjóðurinn um 4,1% hlut Eik.
Sé miðað við meðalgengi hlutabréfa Eikar frá byrjun febrúar má áætla að LIVE hafi alls selt hlutabréf í Eik fyrir ríflega 1,8 milljarða króna. Lífeyrissjóðurinn á eftir viðskiptin í morgun 141,3 milljónir hluta í Eik sem eru um 1,75 milljarðar króna að markaðsvirði miðað við 12,4 króna dagslokagengi fasteignafélagsins í dag.
Stærstu hluthafar Eikar 25. mars 2025
Í % |
18,88% |
13,21% |
8,43% |
8,22% |
8,09% |
7,73% |
5,78% |
5,55% |
3,71% |
2,10% |
1,66% |
1,11% |
1,03% |
0,97% |
0,84% |
0,77% |
0,59% |
0,58% |
0,56% |
0,51% |