Andri Heiðar Kristinsson, meðeigandi Frumtak Ventures og fjárfestingarstjóri nýja sjóðsins Frumtak IV, segir mikla grósku í frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélaginu á Íslandi, sem endurspeglast meðal annars í því að íslenskur hugverkaiðnaður nam yfir 17% af útflutningstekjum Íslands í fyrra.

Stefnt er á að Frumtak IV, sem er stærsti Frumtakssjóðurinn hingað til, muni fjárfesta í u.þ.b. 10-12 fyrirtækjum, sem er svipað og hjá fyrri sjóðum.

„Fyrstu fjárfestingar eru almennt á bilinu 300-500 milljónir, svo getum við farið upp í 800 milljónir og jafnvel yfir það þegar fer að líða á ef fyrirtækinu gengur vel. Módelið okkar er þannig að í rauninni tökum við frá um hálfan sjóðinn til þess að fara í fyrstu fjárfestingar og síðan höldum við eftir um helming fjársins til að fylgja eftir bestu fjárfestingunum. Við sjáum það í félögum eins og Contolant og Sidekick sem eru að vaxa hratt á alþjóðamörkuðum þá þarf töluvert meira fjármagn og þá fylgjum við þeim fjárfestingum mjög vel eftir,“ segir Andri.

Á síðustu 6-12 mánuðum hefur teymið á bak við sjóðinn skoðað og hitt forsvarsmenn frá yfir 100 fyrirtækjum.

„Það er í rauninni ekkert ákveðið tímabil þar sem við erum bara að skoða og byrjum svo að fjárfesta, heldur erum við bara stöðugt að hitta fólk og fylgjast með fyrirtækjunum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.