Í ár er Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners 15 ára en Sævar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og stofnandi, hefur verið áberandi í ýmsum málefnum á sviði lögfræðinnar um árabil.

Hann segir að í sjálfu sér sé 15 ára afmæli stofunnar ekki stórafmæli en það hafi verið ákveðinn áfangi. Stofan fékk meðal annars viðurkenningu frá Viðskiptablaðinu og Keldunni um að vera framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.

Í ár er Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners 15 ára en Sævar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og stofnandi, hefur verið áberandi í ýmsum málefnum á sviði lögfræðinnar um árabil.

Hann segir að í sjálfu sér sé 15 ára afmæli stofunnar ekki stórafmæli en það hafi verið ákveðinn áfangi. Stofan fékk meðal annars viðurkenningu frá Viðskiptablaðinu og Keldunni um að vera framúrskarandi fyrirtæki árið 2024.

„Við erum með rekstur sem er mjög viðkvæmur þar sem við erum alltaf að vinna úr málum sem varðar mikla hagsmuni umbjóðanda og þurfum að gæta að því að gera það faglega. Lögmennska er erfið rekstrarlega séð því við þurfum að vera sjálfbær í rekstri og það er ekki alltaf auðvelt að láta rekstur fara saman við að vinna úr málefnum sem snúa að fólki,“ segir Sævar.

Aðspurður út í rekstrarumhverfi til framtíðar í lögmennsku segir Sævar að á næstu árum muni umhverfið breytast mikið með nýrri tækni og þá á hann helst við um gervigreindina.

„Það er staðreynd að sumir lögmenn eru farnir að nota þessa gervigreind þó að þeir vilji kannski ekki viðurkenna það en það er engu að síður staðan. Þetta er framtíðin og þetta kallar á að störfum í stéttinni muni fækka og úrvinnsla mála mun breytast. Hins vegar kemur gervigreindin ekki í staðinn fyrir málflutning og reynslu lögmanna.“