Jónsbók og LOGOS hafa formlega hafið samstarf en starfshópur innan LOGOS hefur nýtt sér Jónsbók undanfarna mánuði. Nú hafa hins vegar allir lögfræðingar stofunnar fengið aðgang að lausninni.
Tilgangur lausnarinnar er að auka gæði og flýta fyrir tímafrekri vinnu svo sem réttarheimildaleit og gerð fyrstu draga að skjölum.
„Við erum stolt af því að vinna með leiðandi teymi LOGOS lögmannsþjónustu og hlökkum til frekara samstarfs. Við leggjum kapp á að tryggja ánægju áskrifenda Jónsbókar. Það er því einstaklega ánægjulegt að geta aukið þjónustu okkar við framsækna lögmannsstofu eins og LOGOS,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, meðstofnandi Jónsbókar.
Að Jónsbók koma Ágúst Heiðar Gunnarsson, Bjarni Benediktsson, Bjarni Bragi Jónsson og Thelma Christel Kristjánsdóttir.
„LOGOS er leiðandi á sviði upplýsingatækni og gervigreindar og sinnum við margvíslegri þjónustu á því sviði fyrir viðskiptavini okkar. Við leggjum jafnframt mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni í okkar eigin störfum og kappkostum við að nýta bestu lausnirnar sem eru í boði hverju sinni. Við erum því afar spennt fyrir því að prófa okkur enn frekar áfram með Jónsbók,“ Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og eigandi á LOGOS.