Framtíð fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch verður útkljáð í skiptarétti í Reno í Nevada í Bandaríkjunum.

Framtíð fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch verður útkljáð í skiptarétti í Reno í Nevada í Bandaríkjunum.

Árið 1999 stofnaði Rupert vörslusjóð (e. trust fund) um eignir sínar og hafa fjögur barna hans jafnan atkvæðarétt. Nú vill hann breyta sjóðnum þannig að elsti sonurinn, Lachlan, hafi full yfirráð. Þessu vilja hin börnin, James, Elizabet og Prudence ekki una og þess vegna er deilan á leið fyrir dóm.

Lachlan hefur svipaðar lífsskoðanir og faðir hans, en það sama verður ekki sagt um James sem er miklu vinstri sinnaðri. Talið er að Rupert, sem er orðin 93 ára, vilji ekki að ritstjórnarstefnu fjölmiðla hans, og þá sérstaklega Fox News, verði breytt á nokkurn hátt. Þess vegna vill hann að Lachlan stýri þeim.

Ástæðan fyrir því að málið er tekið fyrir í Reno er að Nevada er með ströngustu trúnaðarlög í Bandaríkjunum.