Sveitarfélagið Vogar og Landsnet hafa komist að samkomulagi um lagningu á Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu og að samhliða verði unnið að undirbúningi þess að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu. Ferlið við að koma á 220kv Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir í um tvo áratugi.

Skipulagsnefnd Voga samþykkti á fundi sínum í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu og samþykkti bæjarstjórn framkvæmdaleyfið á fundi í hádeginu í dag.

„Samkomulagið sem við undirrituðum í dag náðist með góðri samvinnu okkar hjá Landsneti og Sveitarfélagsins Voga. Suðurnesjalína 2 mun tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og um leið skapa tækifæri til uppbyggingar, atvinnuþróunar og orkuskipta,” segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

Sveitarfélagið Vogar og Landsnet hafa komist að samkomulagi um lagningu á Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu og að samhliða verði unnið að undirbúningi þess að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu. Ferlið við að koma á 220kv Suðurnesjalínu 2 hefur staðið yfir í um tvo áratugi.

Skipulagsnefnd Voga samþykkti á fundi sínum í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu og samþykkti bæjarstjórn framkvæmdaleyfið á fundi í hádeginu í dag.

„Samkomulagið sem við undirrituðum í dag náðist með góðri samvinnu okkar hjá Landsneti og Sveitarfélagsins Voga. Suðurnesjalína 2 mun tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og um leið skapa tækifæri til uppbyggingar, atvinnuþróunar og orkuskipta,” segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

Þegar Suðurnesjalína 2 verður komin í rekstur verður ráðist í fyrsta áfanga þess verkefnis sem felur í sér að Suðurnesjalína 1 verði lögð í jörðu á um 5 km kafla á milli Grindavíkurvegar og Vogaafleggjara. Strengframkvæmdin er jafnframt fyrsti áfanginn í að styrkja tengingu Sveitarfélagsins Voga vegna mögulegrar tenginga stærri notenda við flutningskerfið í sveitarfélaginu.

„Það er mikið fagnaðarefni að okkur hafi tekist að ná sátt í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Við bindum vonir við að nú verði hægt að leggja grunninn að því að auka afhendingaröryggi á Suðurnesjum til framtíðar, meðal annars með tilliti til náttúruvár. Í samkomulaginu er komið til móts við sjónarmið bæjaryfirvalda í Vogum sem hafa lagt þunga áherslu á að framkvæmdin hafi sem minnst áhrif á ásýnd svæðisins sem eins og allir vita er gátt erlendra ferðamanna inn í landið og hefur hlotið viðurkenning UNESCO sem jarðfræðilega mikilvægt svæði á heimsvísu.,” segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.