Kauphöllin í London er búin að missa stöðu sína sem stærsta kauphöll Evrópu, sé litið til heildar markaðsvirðis skráðra félaga. Euronext-kauphöllin í París vermir nú efsta sæti listans en um er að ræða fyrsta sinn sem franska kauphöllin er stærri en sú enska frá því að mælingar Bloomberg hófust árið 2003.
Í umfjöllun BBC segir að gjaldeyrishreyfingar sem og eftirspurn eftir frönskum lúxusvörum skýri hækkandi markaðsvirði félaga í kauphöllinni í París. Sem dæmi má nefna að hlutabréf tískurisans LVMH eru búinn að hækka um 20% á síðustu sex mánuðum.
Þrátt fyrir að kauphöllin í París sé orðinn sú stærsta í Evrópu hefur franska hlutabréfavísitalan CAC 40 fallið um rúm 8% í ár. Enska vísitalan FTSE 100 hefur lækkað um 1,7% og FTSE 250 um 18% á sama tíma.
