LS Retail tvöfaldaði hagnaðinn á milli ára á rekstrarárinu sem lauk 30. september 2024. Nam hagnaður félagsins 1,2 milljörðum króna.

Tekjur jukust um 8% milli ára og námu 11,7 milljörðum króna. Aukning var í öllum tekjustraumum á árinu og sérstaklega leyfissölu og SaS-tekjum.

Stjórn félagsins leggur til að 12 milljónir evra, sem nemur tæpum 1,8 milljörðum króna, verði greiddar til hluthafa á árinu. Kristján Jóhannsson er framkvæmdastjóri LS Retail.

LS Retail ehf.

2024 2023
Rekstrartekjur 11.710 10.842
Eigið fé 2.822 3.392
EBITDA 2.098 1.553
Hagnaður 1.221 551
Lykiltölur í milljónum króna.