Áfengislausi bjórframleiðandinn Lucky Saint hefur tryggt sér 10 milljón punda fjármögnun, eða sem nemur 1,7 milljörðum króna. Fjármögnunin var leidd af fjárfestingafélögunum Beringea og JamJar Investments.
Lucky Saint, sem er með höfuðstöðvar í London, var stofnað árið 2018. Félagið er nú þegar stærsti áfengislausi bjórframleiðandinn í Bretlandi og er bjórinn aðgengilegur á meira en fimm þúsund börum, veitingastöðum og kráum víðs vegar um Bretland.
Þá má finna bjórinn á krana á nokkrum stöðum í miðbæ Reykjavíkur.