Þýska flugfélagið Lufthansa tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að aflýsa tvö þúsund flugferðum frá Frankfurt og München á sumaráætlun sinni. Flugfélagið bar fyrir sig skort á starfsfólki á flugvöllum ásamt verkföllum og fjölgandi Covid-smitum.
Talsmaður Lufthansa sagði við Reters að flugfélagið væri að fjölga starfsfólki þar sem mögulegt er til að tryggja sem minnsta röskun á flugáætlun félagsins.
Lufthansa hefur nú aflýst meira en 5.770 flugum á milli júní og ágúst.