Lufthansa hefur fengið fjögurra milljóna dala sekt eftir að þýska flugfélagið meinaði nokkrum gyðingum, sem fylgdu ekki fyrirmælum um andlitsgrímu, að fara um borð í flug.

Atvikið átti sér stað árið 2022 og var flugið á leið frá New York til Búdapest með millilendingu í Frankfurt.

Lufthansa hefur fengið fjögurra milljóna dala sekt eftir að þýska flugfélagið meinaði nokkrum gyðingum, sem fylgdu ekki fyrirmælum um andlitsgrímu, að fara um borð í flug.

Atvikið átti sér stað árið 2022 og var flugið á leið frá New York til Búdapest með millilendingu í Frankfurt.

Bandaríska samgönguráðuneytið sagði að Lufthansa hefði mismunað farþegum og komið fram við þá eins og þeir væru allir hluti af einum hópi. Farþegarnir voru hins vegar ekki allir að ferðast saman og margir af þeim þekktust ekki.

Lufthansa samþykkti að greiða sektina til að forðast frekari málaferli en hefur neitað að mismuna farþegum og kennir ónákvæmum og óheppilegum samskiptum um hvernig fór.

Margir farþeganna voru karlmenn og klæddust í föt samkvæmt hefðum rétttrúaðra gyðinga en notuðust margir við sömu ferðaskrifstofu til að bóka flugmiðana sína. Atvikið varð til þess að meira en 100 farþegar, allir gyðingar, misstu af tengiflugi sínu.