Luxor tækjaleiga ehf. hagnaðist um 161 milljón króna á síðasta ári samanborið við 18,5 milljónir árið áður. Fyrirtækið Luxor er þekktast fyrir ljósa-, hljóð-, skjá-, og sviðsleigu hér á landi. Það sameinaðist IB Creative undir nafni Luxor fyrir um þremur árum síðan.
Velta Luxor nam 842 milljónum króna á síðasta ári og jókst um rúman hálfan milljarð milli ára, en árið 2021 var erfitt fyrir afþreyingariðnaðinn vegna samkomutakmarkana.
Stjórn félagsins leggur til að greiða 20 milljónir króna í arð. Hluthafar eru fimm talsins, þar af á KPR ehf. 54,7% hlut og Óli Valur Þrastarson 28,5% hlut. Karl Sigurðsson er framkvæmdastjóri Luxor.
Luxor tækjaleiga ehf.
2020 |
330 |
18 |
228 |
116 |