Lyfjafyrirtækið Merck hefur stefnt ákvörðun bandaríska ríkisins um að leyfa ríkisreknu sjúkratryggingarstofnuninni Medicare að lækka lyfjaverð sín til aldraðra. Fyrirtækið jafngildir ákvörðun stjórnvalda við fjárkúgun.
Ákvörðunin tengist nýrri löggjöf sem undirrituð var í fyrrasumar af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Lögin veita Medicare aukið vald til að lækka lyfjakostnað en demókratar hafa lengi talað gegn hækkun lyfjaverðs í Bandaríkjunum.
Lyfjaiðnaðurinn hefur hins vegar mótmælt löggjöfinni harðlega og segir að hún muni koma til með að hamla þróun nýrra lyfja.
Merck segir að fyrirtækið sé nú skylt að semja við bandaríska heilbrigðisráðuneytið um 25-60% afslátt á nýjum lyfjum. Skyldi lyfjaframleiðandinn ekki verða að þeirri beiðni getur framleiðandinn átt yfir höfði sér dagsektir sem eru margfalt hærri en daglegar tekjur lyfsins.
Fyrirtækið hefur beðið ríkisdómarann í málinu að vísa frá kröfu heilbrigðisráðuneytisins og að Merck verði ekki neytt til að semja.