Lyfjaver segir í fréttatilkynningu að það muni hefja innflutning á Ozempic til að bregðast við skorti á lyfinu. Félagið hefur haft markaðsleyfi fyrir Ozempic í rúm tvö ár en markaðsaðstæður hafa ekki þótt hagstæðar til innflutnings.

Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers, segir að notkun á lyfinu hafi margfaldast á stuttum tíma og er fjöldi dæma um að apótek hafi neyðst til að skammta lyfið.

Lyfjaver segir í fréttatilkynningu að það muni hefja innflutning á Ozempic til að bregðast við skorti á lyfinu. Félagið hefur haft markaðsleyfi fyrir Ozempic í rúm tvö ár en markaðsaðstæður hafa ekki þótt hagstæðar til innflutnings.

Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers, segir að notkun á lyfinu hafi margfaldast á stuttum tíma og er fjöldi dæma um að apótek hafi neyðst til að skammta lyfið.

„Þetta hefur valdið notendum lyfsins verulegum vandræðum og fólk hringir örvæntingarfullt í fjölda apóteka í leit að Ozempic-skammti. Við vonumst til að geta lagt hönd á plóg við að bæta aðgengi að lyfinu en þessar stærri pakkningar eru nú fáanlegar í fjölda apóteka,“ segir Hákon.

Hann bætir við að lyfjaskortur hafi verið umtalsvert vandamál undanfarin ár og að það sé áskorun að tryggja nægar birgðir af lyfjum svo sjúklingar verði ekki lyfjalausir.

„Við leggjum gríðarlega vinnu í að tryggja það að einstaklingar í lyfjaskömmtun hjá okkur fái þau lyf sem þeir hafa í skömmtun. Okkur hefur tekist vel til og má segja að einstaklingar í skömmtun séu undir ákveðnum verndarskildi en það þarf stöðugt að vakta biðlista lyfjaheildsala, auka birgðir lyfja sem verða reglulega illfáanleg, birgja okkur upp af öðrum samheitalyfjum eða flytja lyfin sjálf inn,” segir Hákon.