Lyfja- og greiningartækjaheildsalan Lyra hagnaðist um 237 milljónir króna eftir skatta í fyrra, samanborið við hagnað upp á 1.055 milljónir árið 2022 og 1.564 milljónir árið 2021.
Sala félagsins nam 1,1 milljarði króna árið 2023, en til samanburðar var hún nærri 3 milljarðar króna árið 2022.
Lyfja- og greiningartækjaheildsalan Lyra hagnaðist um 237 milljónir króna eftir skatta í fyrra, samanborið við hagnað upp á 1.055 milljónir árið 2022 og 1.564 milljónir árið 2021.
Sala félagsins nam 1,1 milljarði króna árið 2023, en til samanburðar var hún nærri 3 milljarðar króna árið 2022.
Lyra, sem er með skrifstofu í húsnæði Morgunblaðsins að Hádegismóum 4, sérhæfir sig í sölu og þjónustu á efnagreiningartækjum.
Guðbjartur Örn Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Lyru, sagði við Viðskiptablaðið í janúar 2022 að uppgangur félagsins megi að hluta til rekja til stórra útboða. Rík áhersla á þjónustu hefði skilað Lyru sterkri stöðu á markaðnum.
„Það er ekki mikil samkeppni af beinni sölu erlendis frá vegna þess að þjónustuhlutinn er gífurlega krefjandi og skiptir alveg ótrúlega miklu máli. Það er svo gott sem ómögulegt að ætla að vinna þessa vinnu án þess að bjóða upp á heildarþjónustu með.“
Fréttablaðið greindi frá því árið 2022 að stærsti viðskiptavinur Lyru á þeim tíma væri Landspítalinn með kaupum á veirugreiningatækjum og tilheyrandi efnum til prófana. Innkaupin Landspítalans frá Lyru fóru fram án útboðs en undanþága þess efnis fékkst með beitingu neyðarréttar í ljósi ástandsins í Covid-faraldrinum.
Eignir Lyru voru bókfærðar á 2,4 milljarða í lok síðasta árs og eigið fé var um 2,1 milljarður. Félagið greiddi út 169 milljónir í arð á síðasta ári.
Lyra er í eigu Höskuldar H. Höskuldssonar, stofnanda fyrirtækisins, og fjölskyldu.
Fyrirtækið Lyra ehf. var stofnað í júlí 1991 af feðgunum Höskuldi, sem er lyfjafræðingur, og Höskuldi Þórðarsyni, vélstjóra. Tilgangur Lyru við stofnun, var að bjóða sérhæfða og faglega þjónustu fyrir rannsóknastofur á heilbrigðissviði er varðar klínískar greiningar á blóðsýnum.
Lykiltölur / Lyra ehf.
14 |