Fjárhagsstaða Strætó er verulegt áhyggjuefni með tilliti til fjárfestingarþarfar næstu ára og veltufé frá rekstri mun ekki standa undir fjárfestingarþörf næstu ára. Ætli byggðasamlagið að fara í verulegar fjárfestingar er ljóst að þörf er á að endurskipuleggja fjárhagsskipan.
Fjárhagsstaða Strætó er verulegt áhyggjuefni með tilliti til fjárfestingarþarfar næstu ára og veltufé frá rekstri mun ekki standa undir fjárfestingarþörf næstu ára. Ætli byggðasamlagið að fara í verulegar fjárfestingar er ljóst að þörf er á að endurskipuleggja fjárhagsskipan.
Til skoðunar ætti að koma möguleikinn á aukinni úthýsingu aksturs með tilliti til fjárfestingarþarfar í vagnaflota næstu árin. Áætluð heildarfjárfestingarþörf við endurnýjun á vagnaflota Strætó nemur um 2,5 milljörðum króna verði sú leið farin að úthýsa öllum akstri, en fjárfesti Strætó í eigin vögnum og innviðum er heildarfjárfestingarþörfin 4 milljörðum króna hærri, eða um 6,5 milljarðar.
Þetta kemur fram í greiningu KPMG á áætlaðri fjárþörf Strætó á tímabilinu 2024-2029 þar sem lagðar eru fram tvær mögulegar sviðsmyndir á áætlaðri fjárþörf. Annars vegar frá þeirri nálgun að Strætó haldi sambærilegu hlutfalli leiðarkerfis í eigin akstri og hins vegar að Strætó úthýsi akstri að öllu leyti til þriðja aðila.
Vagnaflotinn gamall og dýr
Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og dýr í rekstri en auk þess hefur Strætó sett sér markmið um að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Eðli málsins samkvæmt kallar það á verulega fjárfestingu í vagnaflota sem og í hleðsluinnviðum vegna orkuskipta. Í greiningu KPMG segir að í dag séu 72 vagnar í notkun, þó mismikilli, þar sem 63% flotans séu díselvagnar. Ákveðin rekstraráhætta sé fólgin í því að nær allur díselvagnaflotinn sé frá árunum 2013-2015. Á árunum 2021- 2023 var heildarvagnafloti í akstri frá 143-154 en hluta af akstri er útvistað til einkaaðila.
Þá kemur fram að áætlað sé að rekstur á einum rafmagnsvagni sé um 6-8 milljónum króna lægri á ári utan afskrifta og fjármögnunarliða samanborið við dísel- og metanvagna. Rafmagnsvagnar séu þó um tvöfalt hærri fjárfesting en díselvagnar. Gert sé ráð fyrir að nýir rafmagnsvagnar kosti um 83 milljónir króna. Ljóst sé að fjárfesta þurfi í um 45-48 rafmagnsvögnum og samhliða því fjárfesta í hleðslu-innviðum til orkuskipta á árunum 2025-2029 til að standa við markmið um kolefnishlutlausan flota árið 2030. Stjórnendur geri ráð fyrir að fjárfesting hleðslu-innviða muni kosta 2-3 milljarða króna. Sú fjárfesting er, rétt eins og fjárfesting í nýjum rafmagnsvögnum, ófjármögnuð.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.