VIX-vísi­talan, sem mælir vænt flökt S&P 500 sam­kvæmt verð­lagningu á val­réttum tengdum vísi­tölunni, hækkaði um 4% í næstum 20 stig við opnun markaða vestan­hafs.

Vísi­talan gefur vís­bendingu um á­hættu­fælni fjár­festa en sam­kvæmt The Wall Street Journal eru fjár­festar að gera val­réttar­samninga sem greiðast út ef VIX-vísi­talan fer upp í 27 stig.

Það hefur ekki gerst síðan í ágúst þegar titringur á Asíu­markaði olli væn­legri dýfu bæði vestan­hafs og í Evrópu.

VIX-vísi­talan fór þá um stund í 65 stig en endaði í kringum 38 stig. Vísi­talan fór upp í 80 stig er Co­vid-far­aldurinn náði há­marki haustið 2020.

Hæsta gildi hennar var um 89 stig þegar efna­hags­hrunið skók heiminn árið 2008.

Sam­kvæmt WSJ eru á­tökin í Mið­austur­löndum valdur ó­ró­leika dagsins en helstu vísi­tölur hafa lækkað, olíu­verð er að hækka á meðan á­vöxtunar­kröfur ríkis­skulda­bréfa hafa verið að sveiflast upp og niður.