VIX-vísitalan, sem mælir vænt flökt S&P 500 samkvæmt verðlagningu á valréttum tengdum vísitölunni, hækkaði um 4% í næstum 20 stig við opnun markaða vestanhafs.
Vísitalan gefur vísbendingu um áhættufælni fjárfesta en samkvæmt The Wall Street Journal eru fjárfestar að gera valréttarsamninga sem greiðast út ef VIX-vísitalan fer upp í 27 stig.
Það hefur ekki gerst síðan í ágúst þegar titringur á Asíumarkaði olli vænlegri dýfu bæði vestanhafs og í Evrópu.
VIX-vísitalan fór þá um stund í 65 stig en endaði í kringum 38 stig. Vísitalan fór upp í 80 stig er Covid-faraldurinn náði hámarki haustið 2020.
Hæsta gildi hennar var um 89 stig þegar efnahagshrunið skók heiminn árið 2008.
Samkvæmt WSJ eru átökin í Miðausturlöndum valdur óróleika dagsins en helstu vísitölur hafa lækkað, olíuverð er að hækka á meðan ávöxtunarkröfur ríkisskuldabréfa hafa verið að sveiflast upp og niður.