Magnús Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ibérica, dótturfélags Iceland Seafood International (ISI), keypti hlutabréf fyrir eina milljón króna í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Magnús keypti 199 þúsund hluti á genginu 5,025 krónur á hlut.
Í síðustu viku var tilkynnt um að þrír stjórnarmenn ISI eða félög á vegum þeirra hefðu keypt hlutabréf í Iceland Seafood.
Jakob Valgeir ehf., sem er í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og fjölskyldu, keypti í dag hlutabréf í Iceland Seafood International (ISI) fyrir 122,5 milljónir króna.
Nesfiskur í Garði, fjórði stærsti hluthafi Iceland Seafood International (ISI), stækkaði hlut sinn í félaginu fyrir 49 milljónir króna.
Þá keypti Halldór Leifsson, sem situr einnig í stjórn ISI, 222 þúsund hluti í félaginu fyrir ríflega eina milljón króna á genginu 4,60 krónur á hlut.