Stjórn Festi hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins, sem forstjóra frá næstu mánaðarmótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóri Festi, lætur formlega af störfum þann 1. ágúst næstkomandi.

Í tilkynningu Festi kemur fram að Magnús muni kynna afkomu samstæðunnar og svara spurningum á opnum kynningarfundi sem verður haldinn fimmtudaginn 28. júlí næstkomandi kl. 08:30 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10 - 14. Festi birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða miðvikudaginn 27. júlí.